fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vinnureglum Facebook lekið

Kynlíf, ofbeldi og sjálfsskaðar eru leyfilegir á samfélagsvefnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. maí 2017 06:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á að eyða myndböndum af misþyrmingum á dýrum ef þau dásama misþyrmingarnar. Ef myndböndin eru hins vegar notuð til að vekja athygli á vandanum eða fordæma hann þá á ekki að eyða þeim. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglum og starfsreglum fyrir starfsfólk Facebook.

Breska blaðið The Guardian hefur komist yfir þessi gögn og birtir þau í dag. Blaðamenn blaðsins hafa undir höndum rúmlega 100 handbækur frá Facebook um hvernig starfsfólk á að taka á hinum ýmsum málum á samfélagsvefnum. Þetta nær til dæmis yfir efni eins og ofbeldi, hatursræðu, hryðjuverk og klám.

Í leiðbeiningunum kemur til dæmis fram að Facebook vill ekki blanda sér í beinar útsendingar þegar fólk er að skaða sjálft sig. Ástæðan er að samfélagsmiðillinn „vill ekki refsa fólki í neyð“.

Á hinn bóginn á að eyða út ummælum á borð við „Someone shoot Trump“ (einhver ætti að skjóta Trump) í athugasemdakerfinu. Þetta er vegna þess að þar sem hann er forseti nýtur hann sérstakrar verndar. Á hinn bóginn er í lagi að skrifa „kick a person with red hair“ (sparkaðu í rauðhærðan).

Þegar kemur að list þá á starfsfólkið ekki að aðhafast neitt þegar um handgerð listaverk, þar sem nekt og kynlíf er sýnt, er að ræða. Á hinn bóginn á að grípa í taumana þegar um tölvugerða list, þar sem nekt og kynlíf er sýnt, er að ræða.

Facebook hefur verið undir vaxandi þrýstingi undanfarna mánuði um að grípa inn í hvað varðar hinar svokölluðu „fake news“ (upplognar fréttir), ofbeldi eða annað ósæmilegt og ólöglegt myndefni, skiptir þá engu hvort um ljósmyndir, myndbandsupptökur eða beinar útsendingar er að ræða.

Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Facebook að 3.000 manns yrðu ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu til að fylgjast með og meta þær milljónir ábendinga um ósæmilegt efni sem berast vikulega. Nú þegar starfa 4.500 manns við þetta.
The Guardian hefur eftir Monika Bickert, yfirmanni stefnumótunar hjá Facebook, að það sé erfitt að ná samstöðu um hvað eigi að leyfa á samfélagsmiðlinum en notendur hans eru um tveir milljarðar vikulega. Fólk hafi mismunandi skilning á hvernig efni sé í lagi að birta á samfélagsvefnum. Það skipti engu hvar mörkin liggi, það verði alltaf einhver grá svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni