fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stjörnufræðingar keppast um að rannsaka Tabby‘s stjörnuna

Er risastór bygging á braut um hana?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. maí 2017 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar keppast nú við að beina sjónaukum sínum að stjörnunni KIC 8462852, einnig þekkt sem Tabby‘s stjarnan, vegna breytinga á birtustigi hennar. Fylgst hefur verið með stjörnunni um árabil vegna breytinga á birtustigi hennar en á föstudaginn urðu miklar breytingar á birtustiginu og hafa stjörnufræðingar því mikinn áhuga á að fylgjast grannt með hvað er að gerast.

Stjarnan uppgötvaðist skömmu fyrir aldamótin 1900 en það var ekki fyrr en við rannsóknir á henni á árunum 2009 til 2013 sem stjörnufræðingar uppgötvuðu að hún er mjög sérstök. Birta hennar breytist óreglulega og oft mikið. Vísindamenn hafa ekki getað fundið skýringu á hvers vegna það gerist.

Margar kenningar hafa verið settar fram um ástæður þessara undarlegu birtubreytinga, þar á meðal ein sem hljóðar upp á að risastór bygging sé á braut um stjörnuna. Þessi bygging væri þá verk vitsmunavera utan Jarðarinnar og væri hún notuð til að sækja orku í stjörnuna. Kenningar hafa verið settar fram um að þróuð samfélög vitsmunavera muni á einhverjum tímapunkti sækja þá orku sem þau þarfnast beint í sólir sínar (stjörnur).

Teikning NASA af stjörnunni.
Tabby's stjarnan. Teikning NASA af stjörnunni.

Mynd: NASA

Tabby‘s stjarnan er nefnd eftir Tabetha Boyajian, stjörnufræðingi í Louisiana, sem veitti því athygli að birtustig stjörnunnar minnkaði um 22 prósent eitt sinn en það hafa vísindamenn ekki getað skýrt með núverandi vitneskju okkar um alheiminn.

Sky-fréttastofan segir að í síðasta mánuði hafi stjörnufræðingar tekið eftir því að birtustig stjörnunnar hafi virst minnka aðeins en á föstudaginn hafi þetta síðan færst í aukana. Haft er eftir Jason Wright, prófessor í stjörnufræði við Penn ríkisháskólann, að eitt stærsta vandamálið sé að stjörnusjónaukar séu yfirleitt bókaðir marga mánuði fram í tímann og því sé ekki bara hægt að hlaupa til og beina þeim strax að stjörnunni.

Tabby‘s stjarnan er í um 1.275 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Stjörnufræðingar telja að breytingarnar á birtustiginu geti ekki verið vegna þess að pláneta fari framhjá henni því það myndi ekki valda svo miklum breytingum á birtustiginu og auðveldara væri að reikna út hvenær það gerist. Einnig hefur verið sett fram kenning um að stór ský úr ryki og geimrusli sé í kringum stjörnuna, önnur hljóðar upp á að pláneta hafi rekist á hana og enn önnur að loftsteinar eigi hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu