fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rekstrarstjóri Priksins: „Ég eitraði ekki fyrir honum“

Sindri Geirsson, rekstrarstjóri Priksins, hafnar því alfarið að hann hafi byrlað Robert Spencer, ritstjóra Jihad Watch, ólyfjan á Bar Ananas.

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 22. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Geirsson, rekstrarstjóri Priksins, segir það af og frá að hann hafi eitrað fyrir Robert Spencer, ritstjóra Jihad Watch, á Bar Ananas. Spencer birti á miðvikudaginn lögregluskýrslu í málinu en þar er sagt að maðurinn sem gaf honum drykk hafi jafnframt sagst vera einn af eigendum Priksins. Sindri segir í samtali við DV að hann hafi vissulega boðið Spencer drykk en honum myndi aldrei detta það í hug að byrla neinum ólyfjan. „Þetta er ein mesta steypa sem ég veit um,“ segir Sindri.

Líkt og DV hefur áður greint frá var Spencer byrluð e-tafla. Samkvæmt læknisskýrslu frá Landspítalanum var Spencer gefið MDMD og amfetamín. Robert Spencer fjallar um málið á vefnum PJ media og birtir þar afrit af lögregluskýrslunni, en DV hefur áður birt afrit af læknaskýrslu Spencer. Þar kemur fram að með Robert í för í skýrslutöku voru Valdimar Jóhannesson og Christine Williams. Valdimar er einn af hvatamönnum að komu Spencer til Íslands.

Í lögregluskýrslunni er manninum sem gaf Spencer drykk lýst svo: „Maðurinn er uþb. 170cm-180cm, grannleitinn, uþb. 25 ára gamall, stuttklipptu, ljósbrúnt skegglaus, smáir andlitsdrættir, ljósbrúnum renndum jakka, ljósri skyrtu. Í samræðum við Valdimar sagðist maðurinn vera einn af eigendum Priksins auk þess sem hann hafði lært eitthvert listfag í Háskóla Íslands.“

Sindri segist hafa kannast við Spencer þegar hann sá hann á Bar Ananas. „Ég heilsaði upp á hann í einhverju flippi. Ég eitraði ekki fyrir honum. Það væri mjög heimskulegt af minni hálfu, sem rekstrarstjóri á skemmtistað, að bendla mig við eitthvað svoleiðis. Þetta kemur sér illa fyrir okkur á Prikinu. Lögreglan hefur ekki rætt við mig og það hlýtur að vera ástæða fyrir því,“ segir Sindri.

Sindri segist ekki vera sérstaklega pólitískur og starfs síns vegna viti hann vel hve alvarlegt það sé að vera byrlað ólyfjan. „Þetta kemur sér vel fyrir þeirra málstað en auðvitað er það skelfilegt að lenda í þessu. Það er fáránlegt að mér myndi einu sinni detta það í hug að gera slíkt,“ segir Sindri. Hann segist ekki hafa orðið var um neitt grunsamlegt á Bar Ananas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis