fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Bragi rýfur þögnina: „Aldrei falið hvar ég var og er“

Ólafur Bragi Bragason er sá Íslendingur sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol. Hann segir í svari til DV að hann hafi ekki verið hluti af alþjóðlegum glæpasamtökum.

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 22. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Bragi Bragason, sem var eftirlýstur á heimasíðu Interpol í nærri 20 ár, segir í skriflegu svari til DV að hann hafi aldrei farið huldu höfði. Ólafur Bragi var þar til nýverið einn tveggja Íslendinga sem voru eftirlýstir á vef Interpol. „Ég hef ekki verið í neinum felum síðan árið 2000,“ segir Ólafur Bragi.

Ólafur Bragi hafði verið eftirlýstur frá árinu 1998 fyrir hönd túniskra yfirvalda en hann lá undir grun um að hafa smyglað um tveimur tonnum af hassi til Túnis það sama ár. Þá fullyrti RÚV að hann væri grunaður um að tilheyra alþjóðlegum glæpasamtökum í Evrópu. Hann hafnar því alfarið nú.

Ólafur Bragi var handtekinn í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1998 en íslensk stjórnvöld fóru fram á að hann yrði ekki framseldur til Túnis. Svo fór að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í Þýskalandi þar sem yfirvöld í Túnis höfðu ekki aflað nægilegra gagna til að fá hann framseldan.

Nú segir Ólafur Bragi að réttað hafi verið yfir honum í umræddu máli. „Ég gaf mig fram til yfirvalda og þremur árum seinna var réttað yfir mér og ég fundinn saklaus um að vera hluti af alþjóðlegum glæpasamtökum. Ég hef unnið síðan þá og borgað alla mína skatta. Ég hef fengið öll skírteini og pappíra. Ég hef verið í sambúð í 13 ár. Ég hef aldrei falið hvar ég var og er,“ segir Ólafur Bragi. Hann tekur ekki fram hvar hann sé búsettur í svari sínu til DV en samkvæmt heimildum DV hefur hann búið á Spáni um árabil.

Ólafur Bragi hefur ítrekað verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot, bæði á Íslandi og erlendis. Það eru þó ríflega 20 ár síðan hann var síðast dæmdur. Árið 1994 var hann dæmdur í fangelsi í Danmörku þar sem hann var tekinn með 100 kíló af hassi. Árið 1985 var hann í tvígang handtekinn á Keflavíkurflugvelli þar sem hann reyndi að smygla hassolíu til landsins, annars vegar 10 grömmum af hassolíu í endaþarmi og 100 grömmum sem hann faldi í bók. Hann var þá dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“