fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslenski svaramaðurinn hneykslaði í konunglegu brúðkaupi – Líkti Pippu við hund og hlóð í neðanbeltisbrandara

Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry voru á meðal gesta – Justin Markús lét hlý orð líka falla

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska pressan greinir frá því að Íslendingurinn Justin Markús Bjarnason hafi valdið hneykslan í konunglegu brúðkaupi James Matthews og Pippu Middleton um nýliðna helgi. Telegraph birtir frétt þar sem fram kemur að Justin Markús hafi verið svaramaður Matthews í brúðkaupinu enda eru þeir nánir vinir.

Þeir hafa meðal annars hlaupið maraþon á Norðurpólnum auk þess að hafa, ásamt Pippu, hjólað þvert yfir Bandaríkin og tekið þátt í hinni frægu Vasa-skíðagöngu í Svíþjóð.

Justin Markús steig á stokk rétt fyrir miðnætti, eftir fimm rétta veislumáltíð, og hélt ræðu fyrir brúðkaupsgesti sem að olli talsverði hneykslan enda var neðanbeltishúmor í fyrirrúmi. Á meðal gesta voru Vilhjálmur Bretaprins, bróðir hans Harry og eiginkona hans Kate, systir Pippu.

„Og nú til ástarinnar í lífi James. Falleg, orkumikil, trygg, hljóðlát, hlýðin og með frábæran afturenda. En nóg um tíkina Rafa, ég er hérna til þess að tala um hina ástina í lífi James, Pippu,“ hefur Telegraph eftir Justin.

Samkvæmt fréttamiðlinum olli þó Justin ekki bara hneykslan. Íslendingurinn hafði uppi einstaklega hlý orð um Pippu, meðal annars að hún væri kjarkmikil, fögur og hvetjandi. Þá sagði hann að Pippa væri „fullkomnun holdi klædd“.

„Eins og komið hefur fram þá kynntust þau í Skotlandi árið 2009 og vinskapur þeirra blómstraði. Ást þeirra er djúpstæð og einlæg. Ég held að ég mæli fyrir munn allra þegar ég segi að þú sérst gullfalleg. Fullkomnun holdi klædd . Ég veit að James féll fyrst fyrir kjark þínum og anda en síðan féll hann endanlega í valinn fyrir fegurð þinni. Þú gerir James einstaklega hamingjusaman. Það er einhver gleði sem umlykur ykkur sem heillar alla sem þekkja ykkur og þú hefur unnið hjarta besta manns sem ég þekki,“ hefur Telegraph eftir Justin.

Neðanbeltishúmorinn var þó samt skammt undan og henti Justin því næst í klúran orðaleik sem best er að birta á frummálinu svo merkingin tapist ekki:

With the wedding shadowed in secrecy, I can reveal, and wish the bride and groom a happy honeymoon in North Wales.

At least that’s where I presume they are going as I heard Spencer saying that after the wedding, he [James] was going to Bangor for two weeks. Enjoy the Welsh coast, guys,“ sagði Justin

Justin Markús Bjarnason var til umfjöllunar í helgarblaði DV fyrir nokkrum vikum. Þar kom fram að hann er bróður sonur vopnasalans alræmda, Lofts Jóhannessonar, og ytra notar hann fjölskyldnafnið, Johannesson.

Justin Markús er auðkýfingur sem á sinn sess í efsta lagi bresks þjóðlífs eins og vinskapur hans við James Matthews og Pippu Middleton er skýrt dæmi um.

Lítið er vitað hvað Justin Markús starfar við dagsdaglega annað en þær heimildir DV að hann hafi tekið við viðskiptaveldi föðurbróður síns. Hann var í umfangsmiklum viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg fyrir hrun þar sem hann hafði aðgang að lánalínu upp á milljarð króna þegar honum hentaði.

Það er þó ævintýramennska hans sem hefur verið mest til umfjöllunar í erlendum miðlum. Justin Markús tekur reglulega þátt í maraþonum, ofurmaraþonum og þríþrautum. Fyrir utan fyrrgreind afrek með James og Pippu þá setti hann meðal annars heimsmet árið 2013 þegar hann var hluti af sex manna liði sem réri yfir Atlantshafið á rúmum þrjátíu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala