fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dýrara að spila í Víkingalottóinu

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 20. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt sameiginlegri ákvörðun aðildarþjóða Víkingalottós verða gerðar breytingar á lottóinu sem miða að því að gera leikinn einfaldari. Verð fyrir hverja röð mun hækka úr 80 krónum í 100 krónur en að sama skapi munu vinningslíkur hækka.

Frá og með 18. maí verða áfram dregnar út sex aðaltölur af 48 en ofurtalan og bónustölurnar víkja fyrir svokallaðri Víkingatölu. Þær eru frá einum og upp í átta og er ein Víkingatala valin með hverri röð.

Þetta þýðir að ofurpotturinn svokallaði heyrir nú sögunni til en fyrsti vinningur, fyrir sex réttar tölur og Víkingatölu, hækkar í grunninn og ætti að ganga oftar út en áður. Þá er tryggt að fyrsti vinningur verði aldrei lægri en þrjár milljónir evra, jafngildi um 340 milljóna króna.

Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að nú verði einnig veittir vinningar fyrir þrjár réttar tölur sem mun fjölga vinningshöfum í hverri viku. Loks verður gerð sú veigamikla breyting að vinningshlutfallið hækkar úr 40% í 45% þannig að heildarfjárhæð vinninga hækkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi