Maðurinn sem varð Breivik að innblæstri á leið til Íslands

Íslamsandstæðingurinn Robert Spencer heldur fyrirlestur – Var meinað að koma til Bretlands

Robert Spencer ásamt Pamelu Geller. Árið 2013 var þeim meinað að koma til Bretlands vegna múslimahatursáróðurs þeirra.
Múslimaandstæðingur á leið til landsins Robert Spencer ásamt Pamelu Geller. Árið 2013 var þeim meinað að koma til Bretlands vegna múslimahatursáróðurs þeirra.
Mynd: EPA

Íslamsandstæðingurinn og öfgahægrimaðurinn Robert Spencer, ritstjóri Jihac Watch og einn stofnenda samtakanna Stop Islamization of America, er væntanlegur til landsins og mun hann halda fyrirlestur á Grand Hótel þann 11. maí næstkomandi. Spencer kemur hingað í boði Vakurs – Samtaka um evrópska menningu.

Spencer er afar umdeildur en norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik vitnaði að minnsta kosti 50 sinnum í hann á hatursskrifum sínum í 2083 -Sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu. Skrif Spencers hafa verið bönnuð í Malasíu og í Pakistan og árið 2013 var honum meinað að koma til Bretlands en þar átti hann að halda tölu á fundi nýnasistahreyfingarinnar English Defence League. Ásamt Spencer stóð til að öfgahægrikonan og íslamsandstæðingurinn Pamela Geller myndi ávarpa fundinn en henni var einnig bönnuð för til Bretlands. Theresa May, sem þá var innanríkisráðherra, upplýsti þau Spencer og Gellert um að þeim væri ekki heimilt að koma til landsins þar eð skrif þeirra væru með þeim hætti að þau gætu raskað öryggi og almannafriði. Sérstaklega var vísað til skrifa Spencers þar sem segir að íslam séu „trúarbrögð sem krefjist stríðsreksturs gegn vantrúuðum til að koma á samfélagsgerð sem sé fullkomlega ósamrýmaleg vestrænum samfélögum.“ Þeim Spencer og Geller var meinað að koma til Bretlands í þrjú til fimm ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.