Unglingar handteknir fyrir morð á sex ára pilti

Fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um stolnu bifreiðina.
KIngston Frazier Fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um stolnu bifreiðina.

Þrír unglingspiltar í Mississippi í Bandaríkjunum hafa verið handteknir og ákærðir fyrir morð á sex ára dreng í gær. Piltarnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið en í henni sat hinn sex ára Kingston Frazier. Hafði móðir hans skotist inn í verslun.

Lík drengsins fannst nokkrum klukkustundum síðar og hafði hann verið skotinn einu skoti í höfuðið. Þrír piltar, Dwan Wakefiled, D‘Allen Washington og Byron McBride, hafa verið handteknir og segir saksóknari að réttað verði yfir piltunum líkt og um fullorðna einstaklinga sé að ræða. Dauðarefsingar eru löglegar í Mississippi.

„Við trúum því ekki að nokkuð þessu líkt geti gerst. Að til séu einstaklingar sem búa yfir þessari grimmd í garð barns,“ sagði David Archie, frændi unga drengsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.