fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Risavaxið mengunarslys að koma í ljós í Keflavík? Grafa upp ruslahauga ameríska hersins

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir við gatnagerð fyrir ofan Iðavalla í Keflavíkur hafa verið stöðvaðar af heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Gamlir ruslahaugar frá bandaríska hernum hafa verið grafnir upp á þessu svæði og hefur mikið af járnarusli komið upp úr jörðinni. Það sem alvarlegra er að tjara vellur upp úr jarðveginum. Það eru Víkurfréttir sem greina frá þessu. Í frétt Víkurfrétta kemur einnig fram að Heilbrigðiseftirlitið óttist að hættuleg efni á borð við PCB sé í jörðu og gæti komið upp á yfirborðið og að um risavaxið mengunarslys gæti verið að ræða.

Magnús H. Guðjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja segir í samtali við Víkurfréttir að tjara leki úr jarðvegi á svæðinu en bandaríski herinn notaði hana m.a. við malbikun á Keflavíkurflugvelli fyrir margt löngu. Óttast er síðan að rafgeymar og fleiri spillandi efni sé að finna í ruslahaugum sem hafa verið grafnir upp.

Tilviljun er að upp komst um málið þegar sást til vörubíl flytja járnarusl af svæðinu. Heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af PCB finnist í jörðu en á Vísindavefnum segir um PCB:

„Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef þau berast í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil [ … ] Díoxín og fúran hafa aldrei verið framleidd viljandi. Þau myndast sem aukaafurð við málmiðnað, ýmsan iðnað sem notar klór, bleikingu í pappírsiðnaði, framleiðslu varnarefna og brennslu, meðal annars sorpbrennslu. Efnin verða einnig til í náttúrunni, til dæmis við eldgos og skógarelda.“

Nánar er greint frá málinu í Víkurfréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“