fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Verðið sem H&M býður íslenskum neytendum: Skórnir og barnabolurinn dýrari hér en í Noregi

Fyrirtækið lofar að bjóða íslenskum almenningi besta mögulega verðið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. maí 2017 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skór sem kosta 199 norskar krónur, sem jafngildir 2.400 krónum íslenskum, munu kosta 3.495 krónur hér á landi í verslunum H&M. Þetta má sjá á verðmiða verslunarrisans, en H&M mun opna sína fyrstu verslun hér á landi í Smáralind í ágústmánuði.

Fréttablaðið fjallar um þennan verðmun í dag. Fleiri dæmi eru nefnd í umfjölluninni; barnabolur sem kostar 79,90 norskar krónur, upphæð sem jafngildir 970 íslenskum krónum, kostar 1.490 krónur á Íslandi.

Þess er getið að tollar hafi verið afnumdir á fötum og skóm hér á landi.

Í svari forsvarsmanna H&M við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í verðinu sé gert ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum eins og flutningskostnaði og sköttum. Fyrirtækið lofi að bjóða íslenskum neytendum besta verðið sem hægt er að bjóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“