Svona leit Reykjavík út á sjöunda áratugnum: Myndskeið

Fullvíst er að meðfylgjandi myndskeið mun vekja upp hlýjar minningar hjá þeim sem voru til á sjöunda áratug síðustu aldar. Bílarnir, verslanirnar, húsin og tískan sýna veröld sem var. Svo ekki sé minnst á vinstri umferð.

Listamaðurinn Sigurður Páll Sigurðsson, betur þekktur sem Siggi Palli og bróðir hans Benjamín Náttmörður Árnason settu saman myndskeiðið og eru höfundar tónlistarinnar sem hljómar undir, ásamt Sigurði Inga Einarssyni, Önnu Grétu Sigurðardóttur og Erni Inga Unnsteinssyni. Myndefnið kemur frá Kvikmyndasafni Íslands og var það Erlendur Sveinsson sem sá þar um samsetningu og klippingu.

Nafn lagsins er Leið 6 og segir Siggi Palli verkið vera nokkurs konar óð til samnefndrar strætisvagnaleiðar en sjálfur fór hann með leið 6 í skólann á hverjum degi.

Talið er að Franz Pétursson hafi tekið myndina en hann var sonur forstjóra Strætó. Líkt og fram kemur í myndskeiðinu var kvikmyndin tekin upp skömmu áður en skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.