Sigurbjörg forðast að gefa upp heimilisfangið: Viðmót fólks gagnvart henni breytist við það

„Hér er veikt fólk og við megum ekki við því að fá þessa fordóma því það getur haft í för með sér að fólk loki sig af, dragi sig inn í sína skel, og það getur verið hættulegt,“ segir Sigurbjörg Inga Magnúsdóttir, íbúi í Hátúni 10 til tuttugu og tveggja ára, sem er í hópi þeirra sem syrgja nú vin sinn sem svipti sig þar lífi á miðvikudagskvöld líkt og DV greindi frá í síðasta helgarblaði. Líkt og fram kom í máli formanns Öryrkjabandalags Íslands þá varpa sorgaratburðir sem þessir ljósi á stöðu og aðbúnað öryrkja á Íslandi, sem margir búa við mikla félagslega einangrun. Sigurbjörg segir að hún finni fyrir fordómum gagnvart þeim sem búa í öryrkjablokkunum svokölluðu við Hátún 10 sem líkja megi við þá fordóma sem vistmenn á Kleppi hafi mátt lifa við á árum áður.

Hefði þegið áfallahjálp
Sigurbjörg þekkti hinn látna enda höfðu þau verið nágrannar til margra ára og segir hún hann hafa verið yndislegan mann. Hún segir að nágrönnum og þeim sem þekktu hann hafi aldrei verið boðin nein áfallahjálp né hafi nokkur rætt við þau yfirhöfuð um harmleikinn, nokkuð sem hún sé þó sannfærð um að margir hefðu þegið með þökkum, þar á meðal hún.

Hún segir að kannski hafi hún búið of lengi í Hátúni, því það sé að mörgu leyti mjög erfitt að búa þar. Heimilisfangið eitt og sér skapi ákveðin hugrenningatengsl í hugum margra sem leiði til þess að íbúar upplifi fordóma, svo mikla að hún forðast að gefa upp á heimilisfang sitt, ef hún mögulega getur, því viðhorf fólks og viðmót til hennar breytist oft eftir að það er orðið ljóst.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við fyrstu kynni tekur fólk mér vel, af því að það sést ekki utan á mér að ég sé veik. En um leið og ég er knúin til að gefa upp heimilisfang er allt tekið með fyrirvara sem ég segi.“

Hátún hinn „nýi Kleppur“ í hugum margra
Sigurbjörg tekur þó fram að almenningur sé ekki einsleitur hvað þetta varðar, frekar en íbúar í Hátúni séu einsleitur hópur. Fólk almennt komi vissulega misjafnlega fram, þó það viti hvar hún búi.

„Það er svo mikils virði fyrir mann að fá góðar móttökur og að sama skapi lítilsvirðing þegar illa er komið fram við mann, án þess að fólk viti nokkuð annað en hvar maður býr og þekki mann ekki neitt. Við erum bara venjulegt fólk. Ég er ekki með fordóma gagnvart fólki sem er veikara en ég. Við erum samfélag hérna en sumir utan þess eru það ímyndunarveikir að ef maður býr í Hátúni þá halda margir að maður eigi að vera eins og litið var á klepparana í gamla daga. Án þess að fólk viti nokkuð hvernig maður er. Dæmir mann bara strax. Hátún er hinn nýi Kleppur hvað fordóma varðar,“ segir Sigurbjörg.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun DV um málefni öryrkjanna í Hátúni sem finna má í blaðinu í dag.

Í helgarblaði DV var fjallað um íbúa sem svipti sig lífi síðastliðið miðvikudagskvöld með því að kasta sér út um glugga á einni af efstu hæð einnar blokkarinnar í Hátúni. Mörg dæmi eru um sjálfsvíg íbúa í blokkunum við Hátún 10.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.