fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Aldrei fleiri grunaðir um vímuefnaakstur

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. maí 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl voru skráð 144 brot þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og 105 brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Ekki hafa verið skráð jafn mörg brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að ný lög tóku gildi árið 2006 sem höfðu í för með sér að verklag lögreglu breyttist í þessum málum.

Þetta kemur fram í Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir aprílmánuð 2017 en í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 655 tilkynningar um hegningarlagabrot í apríl. Af hegningarlagabrotum fækkaði þjófnuðum, ofbeldisbrotum gagnvart lögreglumönnum og kynferðisbrotum miðað við meðalfjölda síðustu sex mánuði á undan. Fíkniefnabrotum og umferðarlagabrotum fjölgaði hins vegar nokkuð. Sérstaklega fjölgaði brotum þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sem skýrir fjölgun fíkniefnabrota að einhverju leiti.

Líkt og fyrr segir er met slegið í fjölda skráðra brota þar sem grunur er um akstur undir áhrifum vímuefna. Að sama skapi þarf að leita aftur til nóvember 2008 til að finna fleiri ölvunarakstursbrot en skráð voru í apríl síðastliðnum. Þessi mikla fjölgun brota er afrakstur sérstaks átaks sem farið var í á varðsvæði lögreglustöðvar 1, sem nær frá Seltjarnarnesi að Laugardalnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”