„Mikið áhyggjuefni fyrir almenning“

Formaður Læknafélags Reykjavíkur óttast að miklar hækkanir á almenna skattgreiðendur í nýju greiðsluþátttökukerfi hafi þau áhrif á fólk neiti sér um læknisheimsóknir

„Mér finnst mjög óskynsamlega að þessu staðið,“ segir Arna Guðmundsdóttir, innkirtlalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. Arna gagnrýnir nýja greiðsluþátttökukerfið vegna heilbrigðisþjónustu harðlega. Hún harmar þá kostnaðaraukningu sem breytingunum fylgir fyrir fólk sem þarf sjaldan að leita til læknis. Hún segir að nýja greiðsluþátttökukerfið eigi eftir að bitna mest á ungu og tekjulágu fólki. Á sama tíma og Arna fagnar því að þeir einstaklingar sem áður greiddu mest fyrir læknisþjónustu borga nú töluvert minna hafi það verið undarleg ákvörðun að velta kostnaðinum yfir á þá sem þurfa minna á þjónustunni að halda. Það eigi eftir að reynast heilbrigðiskerfinu mun dýrara þegar uppi er staðið.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.