fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Með okkar augum hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag dagskrárgerðarfólki og hugmyndasmiðum sjónvarpsþáttanna Með okkar augum Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017 á mannréttindadegi Reykjavikurborgar.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að mannréttindaverðlaunin séu veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

„Þáttaröðin Með okkar augum hefur verið sýnd á RÚV síðastliðin sex ár og hafa þættirnir stuðlað að vitundarvakningu um stöðu fólks með þroskahömlun, getu þess, skoðanir og langanir. Með umfjöllun sinni hefur þáttastjórnendum tekist að auka skilning á réttindum fatlaðs fólks. Þau Andri Freyr Hilmarsson, Eiður Sigurðsson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Skúli Steinar Pétursson, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Elín Sveinsdóttir, upptökustjóri veittu verðlaununum viðtöku,“ segir í tilkynningunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við afhendingu verðlaunanna að dagskrárgerðarfólkið sem stæði að gerð þáttanna verðskuldaði verðlaunin því með umfjöllun sinni hafi þau aukið skilning á réttindum fatlaðs fólks. Verðlaunin að þessu sinni eru 600 þúsund krónur.

Tjörnin Frístundamiðstöð hlaut Hvatningarverðlaun mannréttindaráðs 2017

Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindaráðs afhenti forstöðumönnum Tjarnarinnar frístundamiðstöðvar hvatningarverðlaun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, en verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt