Brynjar: „Sér­stakt að vera að ræða fá­tækt þegar all­ir mæli­kv­arðar benda til þess að við stönd­um okk­ur einna best“

„Leyfið mér að halda ræðuna, voðalega eruð þið viðkvæm,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í umræðum um fá­tækt á Alþingi í dag, en þingmenn úr sal höfðu þá ítrekað gripið inn í. Voru orð Brynjars meðal annars sögð sýna virðingarleysi gagnvart umræðunni.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG hélt flutningsræðu þar sem hún benti meðal annars á að 9,1 prósent barna á Íslandi líða skort. Benti hún á að stór hluti þeirra býr við óör­uggt hús­næði og geta ekki stundað tóm­stund­ir eða haldið upp á af­mæli. „Fá­tækt stel­ur draum­um barna,“ sagði Katrín og benti jafnframt á að stór hluti öryrkja og aldraðra séu með minna en 300 þúsund krónur í laun á mánuði.

„Hver króna skipt­ir máli. Hér eru hóp­ar sem eiga ekki fyr­ir mat þegar líður á mánuðinn.“

Brynjar var sá fjórði til að taka til máls. Hann sagði umræðuna um fátækt koma upp „sirka á tíu ára fresti.“

„Það er svolítið sérstakt að vera að ræða núna í þingsal um fátækt þegar kannski allir mælikvarðar benda til þess að við stöndum okkur einna best alls staðar. Ekki það að menn eigi ekki að ræða almennt um þá sem hafa bágust kjörin, auðvitað eigum við alltaf að ræða um það. Þetta er svolítið sérstakur tímapunktur,“ sagði Brynjar og spurði hvers vegna þessi tiltekna umræða ætti sér stað núna og kvaðst telja að það væri „ kringum stofnun enn eins sósíalistaflokksins.“

„Það er þessi trú margra í þessum sal að þar sem gengur vel, eru öflugir atvinnuvegir og kraftur og arður, sé verið að taka af hinum og við erum að gera þau fátæk. Þetta er inntakið í umræðunum, maður skynjar það. Það breytir því ekki að það er alltaf ákveðinn hópur sem við þurfum að hugsa um og gæta að í hvert sinn sem verður einhverra hluta vegna svolítið milli skips og bryggju. Tökum umræðuna um það hvað við getum gert akkúrat við þá í staðinn fyrir að umræðan fari alltaf í þann farveg að hér eru einhverjir vondir sem taka peningana af okkur, hinum fátæku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.