DV Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Dan Brown í Kiljunni

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

0
Miðvikudagur 25.apríl 2018
Fréttir

Þetta eru hinir einu sönnu smelludólgar

Kínverskt fyrirtæki selur smelli í gegnum 10 þúsund snjallsíma

Björn Þorfinnsson skrifar
Mánudaginn 15. maí 2017 21:00

Við lifum á tímum þar sem smellir á samfélagsmiðlum þýða einfaldlega meiri athygli og þá mögulegar tekjur. Það þarf því engan að undra að einstaklingar og fyrirtæki freistist til þess að kaupa sér slíka smelli. Þá er einnig vinsælt að þjónustufyrirtæki kaupi sér jákvæðar umsagnir eða einkunnir viðskiptavina. Það eykur trúverðugleika þeirra og þar af leiðandi tekjur.

Á erlendum fréttamiðlum, meðal annars Daily Mail, berast nú myndskeið frá kínversku „smellasölufyrirtæki“ sem hafa vakið talsverða athygli. Þar má sjá þúsundir snjallsíma stillt upp á kerfisbundinn hátt . Myndskeiðið var tekið upp af ónefndum rússneskum rannsóknarblaðamanni en að hans sögn voru um 10 þúsund símar í notkun. Í fréttinni kemur fram að viðskiptavinir fyrirtækisins kaupi síðan smelli frá fyrirtækinu og stjórnendur í öðru herbergi.

Að mati sérfræðinga eru flest „smellusölufyrirtækin“ starfandi í Kína og Rússlandi en áhrifa þeirra gætir um allan heim. Meðal annars kom fram í rannsókn hjá háskólanum í Indiana að yfir 15% Twitter-reikninga gætu verið undir fölsku flaggi. Skráðir notendur Twitter eru 319 milljónir en það gæti þýtt að 48 milljónir Twitter-reikninga reki uppruna sinn til „smellusölufyrirtækja“.

Sjón er sögu ríkari:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af