fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar gætu sett met

Flykkjast til útlanda – Rúmlega 60 þúsund fóru til útlanda í apríl

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 14. maí 2017 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það bendir allt til þess að árið í ár verði það fjölmennasta í sögu landsins í utanlandsferðum Íslendinga,“ segir í umfjöllun sem birtist á vef Greiningar Íslandsbanka á fimmtudag.

Þar var vísað í nýjar tölur frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir gesta um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði. Var mánuðurinn sá næstfjölmennasti í sögunni í brottförum Íslendinga.

Alls fóru 62.300 Íslendingar erlendis í mánuðinum en hefur aðeins einu sinni verið hærri, í EM-mánuðinum júní í fyrra þegar 67.100 Íslendingar fóru utan. Aukningin í apríl frá sama mánuði á síðasta ári er 60 prósent, en bent er á að hér gæti eðlilega einnig áhrifa páska þar sem þeir voru í apríl í ár en í mars í fyrra.

„Það sem af er ári eru brottfarir Íslendinga komnar upp í 175.500 talsins, sem er 27 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei verið fleiri á fyrstu 4 mánuðum ársins en í ár, og sem hlutfall af mannfjölda er það komið upp í 52 prósent,“ segir á vef Greiningar.

Þá er bent á að alls hafi rúmlega 153 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði. Er hér um að ræða fjölgun upp á 58.700 ferðamenn á milli ára, eða sem nemur 62 prósentum. „Líkt og undanfarið munar hér mestu um fjölgun á ferðamönnum frá Bandaríkjunum, sem voru 40.400 talsins í apríl og tvöfalt fleiri en þeir voru í apríl í fyrra. Er fjöldi erlendra ferðamanna nú kominn upp í 605.700 sem er fjölgun upp á 56 prósent frá sama tímabili í fyrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni