Leo missti son sinn í Hátúninu: „Skugginn af svona sjálfsvígum eltir nánustu aðstandendur alla tíð“

Karlmaður framdi sjálfsvíg á miðvikudaginn - „Hátún er biðsalur dauðans,“ segir íbúi og vinur hins látna

Gunnar Leó Leosson var afar vel menntaður og hafði ekki verið lengi öryrki þegar hann lést.
Framdi sjálfsvíg árið 2007 Gunnar Leó Leosson var afar vel menntaður og hafði ekki verið lengi öryrki þegar hann lést.

Leo J. W. Ingason, sagnfræðingur og upplýsingafræðingur, missti son sinn, Gunnar Leó, árið 2007 en hann framdi sjálfsvíg með því að kasta sér af þaki einna blokka Öryrkjabandalagsins við Hátún. Hann hafði flutt í blokkina þann sama dag.

„Hann bjó þarna á sjöttu hæðinni, þetta var reyndar daginn sem hann flutti þangað. Hann var búinn að vera öryrki en svo ákvað hann að hann vildi búa sjálfstætt. Hann var nú ekki nema bara daginn þar til hann stökk af þakinu. Skugginn af svona sjálfsvígum eltir nánustu aðstandendur alla tíð. Þetta snertir marga aðra en þá sem sem svipta sig lífi,“ segir Leo í samtali við DV.

Leo segir að Gunnar hafi verið afar vel menntaður og hafi gegnt ýmsum ábyrgðarhlutverkum. Hann hafði lokið meistaragráðu í þýðingarfræðum og var með tvöfalda gráðu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Hann var funkerandi lengst af og ekki öryrki lengi fram að dánardegi,“ segir Leo.

Stjórnmálamenn mæta á hátíðarstund

Leo segir sjálfsvígshrinuna endurspegla stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. „Það eru svo fáir staðir til að leita til, þá til lækna eða sérfræðinga. Þá var ekki komið upp eins öflugt starf eins og Pieta, sjálfsvígsforvarnarsamtökin, og Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þau hafa verið að vinna gott starf en það þarf meira til. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á þessum sjálfsvígum. Þetta er beinrekjanlegt til ábyrgðarleysis hjá stjórnvöldum. Þetta er hálfgert siðleysi því svo koma þeir kannski á hátíðarstund, eins og í þessari Pieta-göngu um daginn. Þá mæta þeir sjálfir sem helst vilja gera minna en ekki neitt fyrir þessa hópa,“ segir Leo.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.