fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sprengja fannst í Osló: einn maður grunaður um tilraun til hryðjuverks

Sprengjudeild lögreglunnar kölluð á vettvang – stórt svæði girt af

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taska fannst skammt frá torginu Grønland, í samnefndu hverfi í Osló síðustu nótt. Norska lögreglan telur líklegt að taskan hafi innihaldið sprengju.
Þetta kemur fram á vef NRK

Lögreglan handtók mann fyrir grunsamlega hegðun rétt áður en að taskan fannst og leiddi sú handtaka til fundar hennar.

Maðurinn á að hafa komið töskunni fyrir á torginu og hefur nú stöðu grunaðs manns.
Málið er í höndum öryggisdeildar norsku ríkislögreglunnar, sem annast rannsóknir á meintum hryðjuverkum.

Eyddu töskunni

Sprengjudeild norsku lögreglunnar var kölluð til. Hún eyddi töskunni í heilu lagi, þ.e. sprengdi hana í stað þess að reyna að aftengja sprengjuna sem á að hafa verið innan í.

Hér sést sprengjudeild norsku lögreglunnar að störfum, auk vopnaðra sérsveitarmanna. Viðbrögðin við fundi töskunnar voru skjót, enda er talið að um tilraun til hryðjuverks hafi verið að ræða.
Mikill viðbúnaður Hér sést sprengjudeild norsku lögreglunnar að störfum, auk vopnaðra sérsveitarmanna. Viðbrögðin við fundi töskunnar voru skjót, enda er talið að um tilraun til hryðjuverks hafi verið að ræða.

Því er ekki hægt að staðfesta að um sprengju hafi verið að ræða, en það er talið afar líklegt þar sem hvellurinn sem kom er töskunni var eytt var verulega hár. Mun hærri en ef um annað innihald hefði verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“