fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Reynt að lokka börn upp í bíla í Hafnarfiði: „Við erum það lítið land að við eigum að geta verið örugg“ segir áhyggjufull móðir

Íbúar í Áslandshverfi vilja myndavélaeftirlit í hverfinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á síðustu 10 dögum hafa komið upp þrjú tilvik, tvö í Áslandi og eitt á Völlunum þar sem menn hafa verið að reyna að lokka börnin upp í bíl,“ skrifar kona í Áslandshverfi í Hafnarfirði inn á Facebook síðu hverfisins nú rétt fyrir helgi.

„Vinkona dóttur minnar var á leið heim frá mér, þegar maður í bíl stoppar hjá henni. Hann skrúfar niður rúðuna og opnar sleikjópoka. Hann náði ekki að tala við hana því hún hljóp um leið og hún sá hvað var að gerast,“ segir konan í samtali við DV. Eftir atvikið var haft samband við lögreglu sem talaði við stúlkuna og tók skýrslu.

„Ég ákvað að setja þetta inn á Facebook hóp hverfisins og fékk mikil viðbrögð. Þá sendi kona mér póst og segir mér að menn hafi nýlega stoppað dóttur hennar hjá leikskólanum Tjarnarási og reynt að lokka hana upp í bíl hjá sér,“

„Dóttir mín var að labba heim, þegar maður í bíl stoppar og opnar hurðina og kallar á hana,“ segir móðir stúlkunnar sem var á ferð hjá leikskólanum. „Ég hafði strax samband við lögreglu, þeir náðu bílnúmerinu og töluðu við manninn,“ segir móðirin. Hún segir að eftir atvikið hafi komið upp kvíði hjá dóttur sinni á kvöldin og hún hafi í fyrstu ekki viljað labba ein heim. „Hún er þó öll að braggast.“

Konan, sem upphaflega vakti máls á atvikunum á Facebook síðu Áslandshverfis, segir að hún hafi frétt að sama dag og atvikið gerist við leikskólann Tjarnarás gerist það sama á Völlunum. Í því tilviki reynir eldri maður reynir að fá barn upp í bílinn sinn.

Hrikalegt að hugsa til þess að börnin séu ekki örugg

„Við hittumst allar á föstudaginn, ég, mamma vinkonu dóttur minnar og konan sem sendi mér skilaboð á Facebook, til að tala um hvað hægt væri að gera í þessum málum. Það hefur verið til umræðu að setja upp eftirlitsmyndavélar í hverfinu, það þyrfti þrjár myndavélar til að sjá hverjir eru að fara inn og út úr hverfinu,“ segir hún og bætir við að það sé hrikalegt að hugsa til þess að börnin manns geti ekki verið örugg í hverfinu.

Móðir stúlkunnar sem var stöðvuð við Tjarnarás tekur undir þetta og segir að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að vita hverjir koma inn í hverfið ef settar eru upp myndavélar þar vegna þess hvernig hverfið er skipulagt. „Ég mynda vilja sjá myndavélakerfi,“ segir hún. „Upp á öryggi barnanna okkar, því börnin eru manni allt. Við erum það lítið land að við eigum að geta verið örugg í okkar landi“

Í umræðu við færsluna á Facebook hefur komið fram mikill stuðiningur við þá hugmynd að setja upp myndavélar í hverfinu. Einn íbúi segist hafa rætt þetta óformlega við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og fengið þau svör að þetta væri líklega mál íbúanna og persónuverndar, en hugsanlega þyrftu allir íbúar hverfisins að samþykkja að myndavélar yrðu settar upp.

„Það á ábyggilega eftir að koma í ljós betur eftir helgi hvað verður gert,“ segir konan sem upprunalega vakti athygli á málinu „Þá verður þetta allt sett í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis