fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Norðmenn byggja heimsins fyrstu skipagöng

Sérhönnuð göng, grafin í gegnum heilan skaga, munu líta dagsins ljós á næstu árum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkið hyggst byggja 1,7 km löng göng fyrir skip, sem verða þau fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Áætluð opnun ganganna er 2023, en um þetta er fjallað á vef Independent.

Göngin munu liggja á milli tveggja lítilla fjarða innst á skaganum Stadtlandet suðvestanvert í Noregi. Strandlengjan er ögrum skorin og því er mikið stuðst við siglingar á þessu svæði, bæði í samgöngum og flutningum.

Skip þurfa nú að sigla langar hjáleiðir til að komast ferða sinna á milli mismunandi borga. 75 km sigling er frá upphafi fyrirhugaðra ganga og til enda þeirra, sé siglt umhverfis allan skagann. En á meðan eru göngin eru aðeins tæpir tveir kílómetrar á lengd. Þessi framkvæmd mun því hafa miklar framfarir í för með sér.

Göngin verða staðsett suðvestanvert á strandlengju Noregs.
Noregur ögrum skorinn Göngin verða staðsett suðvestanvert á strandlengju Noregs.

Hér má sjá hvar göngin verða grafin. Á þessum hluta, innst á skaganum, er styst á milli fjarða.
Stutt á milli Hér má sjá hvar göngin verða grafin. Á þessum hluta, innst á skaganum, er styst á milli fjarða.

Göngin stytta ekki aðeins siglingartíma, heldur auka líka öryggi. Haft er eftir Ketil Solvik-Olsen, samgöngumálaráðherra Noregs, að aðstæður til siglinga á suðvesturströndinni séu einkar slæmar. „Hafstraumar og aðstæður á sjávarbotni orsaka sérstaklega erfiðar öldur á þessu svæði,“ segir Ketil.

Hann bætir síðan við: „Við erum afar fegin að skipagöngin verði loks að veruleika.“ Hugmyndir hafi verið uppi á teikniborðinu undanfarin ár, en nú sé verkefnið klárt og komin fjármögnun.

Kosta 35 milljarða

Framkvæmdir við gerð ganganna eiga að hefjast árið 2019 og er áætlað að þeim ljúki 4 árum síðar. Verðmiðinn er í hærra lagi, en hann hljóðar upp á 35 milljarða íslenskra króna.

Frítt fyrir minni skip

Skip sem vega allt að 16.000 tonnum munu geta siglt í gegn um göngin og er fólksflutningsferjum gefinn forgangur. Þó munu alls kyns bátar geta nýtt sér kostinn. Aðgangur að göngunum er frír, ef báturinn er innan við 70 m á lengd.

Þessi tölvuteikning sýnir framkvæmdirnar sem fara í hönd. Þær munu að nær öllu leyti fara fram á þurru landi, sem þýðir að munnar ganganna verða lokaðir á meðan.
Grjótið fjarlægt Þessi tölvuteikning sýnir framkvæmdirnar sem fara í hönd. Þær munu að nær öllu leyti fara fram á þurru landi, sem þýðir að munnar ganganna verða lokaðir á meðan.

Stutta gula strikið sýnir lengd ganganna. Punktalínurnar sýna síðan hefðbundnar siglingaleiðir, skip þurfa að leggja langa lykkju á leið sína til að komast umhverfis Stadtlandet-skagann.
Mikil framför Stutta gula strikið sýnir lengd ganganna. Punktalínurnar sýna síðan hefðbundnar siglingaleiðir, skip þurfa að leggja langa lykkju á leið sína til að komast umhverfis Stadtlandet-skagann.

Grafið verður innst á Stadtlandet-skaganum, milli fjarðanna Moldefjorden og Kjødepollen, en ekki nema 1,7 km vegalengd er á milli botna þessara tveggja fjarða.

Mál ganganna verða 36 m á breidd og 49 m á hæð. Samkvæmt skipuleggjendum verkefnisins mun þurfa að sprengja upp allmikið af grjóti til að ljúka verkinu – eða ríflega 8 milljarða tonna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“