fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Frumvarp um bann við sjálfsfróun skrefi nær því að verða að lögum

Frumvarpið er ádeila á herta fóstureyðingalöggjöf

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarpið sem gengur undir nafninu „Réttur karla til að vita“ er nú skrefi nær því að verða að lögum eftir að það var á dögunum tekið til umræðu í fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas. Frumvarpið var lagt fram af Jessica Farrar þingkonu demókrata á ríkisþinginu.

Frumvarpið sem var sett fram sem ádeila á hert lög um fóstureyðingar. Ef frumvarpið verður samþykkt mega karlmenn einungis stunda sjálfsfróun undir eftirliti á viðurkenndum sjúkrastofnunum. Ef þeir stunda eftirlitslausa sjálfsfróun þurfa þeir að greiða 100 dala sekt. Slík sjálfsfróun telst samkvæmt frumvarpinu vera aðför gegn ófæddum börnum og vanvirðing á helgi lífsins. Einnig verður karlmönnum gert erfiðara fyrir að fara í ófrjósemisaðgerðir og kaupa stinningarlyf eins og Viagra.

Það sæði sem kæmi sem afleiðing af viðurkenndri sjálfsfróun undir eftirliti yrði, ef frumvarpið verður samþykkt, varðveitt í þeim tilgangi að frjóvga framtíðar- eða núverandi eiginkonu.

Eftir fyrsta lestur frumvarpsins hefur því nú verið vísað til nefndar um innanríkismál í Texasfylki. Þingkonan veit að frumvarp hennar á enga von um að verða lögum. Hún hefur kynnt það sem ádeilu á þau áhrif sem markviss heilbriðgðislöggjöf hefur á konur í fylkinu einkum varðandi fóstureyðingar.

Frumvarpið endurspeglar raunveruleg lög og takmarkarnir á heilbrigðisþjónustu sem konur í Texas þurfa að horfast í augu við á hverju löggjafarþingi.

Sú áhersla í frumvarpinu á að karlmenn haldi sig algerlega frá kynlífi kemur í kjölfar tillögu frá repúblikananum Tony Tinderhold um að fóstureyðingar verði gerðar að glæpsamlegu athæfi í Texas ríki, en það myndi auka líkurnar á að konur sýndu ábyrgari kynhegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala