fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Minningarstund í Westminster Abbey

Aðstandendur fórnarlambanna og Bretaprinsarnir meðal viðstaddra

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir messa í Westminster Abbey í London sem er tileinkuð fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar við breska þinghúsið og á Westminster brúnni fyrir tveimur vikum. Fimm létust í árásinni og 27 slösuðust alvarlega.

Einn maður var að verki en eftir að hafa keyrt yfir hóp fólks á Westminster brúnni réðst hann á lögreglumann sem lést.

Messan er fjöltrúarsamkoma og er haldin í nafni vonar. Meðal þeirra tæplega 2000 einstaklinga sem eru viðstaddir messuna eru aðstandendur fórnarlambanna, Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar og Katrín hertogaynja af Cambridge.

Um það bil 2000 manns mættu í Westmister Abbey í morgun
Vilhjálmur, Katrín og Harry tóku þátt í athöfninni Um það bil 2000 manns mættu í Westmister Abbey í morgun

Bandaríska konan sem var á brúnni ásamt eiginmanni sínum þegar keyrt var á þau með þeim afleiðingum að hann lést og hún slasaðist alvarlega mætti í morgun og var að sögn viðstaddra mjög hrærð yfir samhugi bresku þjóðarinnar.

Líkt og áður hefur komið fram var árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumanni en hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“