fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Guðni sendi Pútín samúðarkveðju

Fjórtán létust í árásinni og meira en 50 særðust

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendi í dag samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til Vladímírs Pútsíns forseta Rússlands vegna hryðjuverksins í St. Pétursborg á mánudaginn.

Í kveðju Guðna segir að hugur Íslendinga sé hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem týndu lífi í árásinni og þeirra sem glíma við afleiðingar hennar á sjúkrahúsum.

Þá segir einnig að brýnt sé að þjóðir heims taki höndum saman í baráttunni gegn hryðjuverkum og leiti hvarvetna friðsamlegra lausna.

Fjórtán létust í árásinni og meira en 50 særðust í sprengingu í neðanjarðarlest. Sex hafa verið handteknir vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga