fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sundurtætt lík sjálfsmorðs- sprengjumanns finnst í St. Pétursborg

Starfaði sem sushi-kokkur í heimalandi sínu – Var ekki trúrækinn á árum áður

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundurtætt lík hins tuttugu og tveggja ára gamla Akbarzhon Jalilov hefur fundist á vettvangi árásarinnar í St. Pétursborg. Yfirvöld í Kremlin staðfestu fundinn og að talið sé öruggt að Jalilov hafi sprengt sig í loft upp í lestinni sem var á fullri ferð milli tveggja lestarstöðva í borginni.

Þá er talið að Jalilov hafi komið fyrir annarri sprengju á bak við slökkvitæki í annarri lestarstöðinni en lögreglunni tókst að aftengja sprengjuna.

Samstarfsmaður frá árinu 2013 segir að Jalilov hafi ekki verið trúrækinn.
Ekki trúrækinn Samstarfsmaður frá árinu 2013 segir að Jalilov hafi ekki verið trúrækinn.

Rússnesk yfirvöld hafa sent frá sér myndir úr öryggismyndavélum þar sem hinn grunaði sérst ganga í gegnum lestarstöð. Á einni myndinni sést hann með kreppta hnefa en líkur eru taldar á að í höndunum hafi hann haft búnað til þess að virkja sprengjuna. Talið er að árásin tengist íslömskum öfgamönnum.

Talið er að um 500 einstaklingar frá Kyrgyzstan hafi gengið til liðs við ISIS í gegnum árin. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu í St. Pétursborg
Frá Kyrgyzstan Talið er að um 500 einstaklingar frá Kyrgyzstan hafi gengið til liðs við ISIS í gegnum árin. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu í St. Pétursborg

Í frétt Daily Mail um málið kemur fram að Jalilov hafi starfað sem sushi-kokkur í heimalandi sínu og segir fyrrum vinnufélagi að hann hafi ekki verið trúrækinn þegar þeir störfuðu saman árið 2013.

Jalilov starfaði sem sushi-kokkur í heimalandi sínu fyrir nokkrum árum.
Tuttugu og tveggja ára gamall Jalilov starfaði sem sushi-kokkur í heimalandi sínu fyrir nokkrum árum.

Um 500 einstaklingar frá Kyrgyzstan hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS það sem af er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“