fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sölutími eigna aldrei styttri

Nokkur ár í að jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vantar upp á varðandi byggingu íbúða hér á landi til að svara þörfum vegna fólksfjölgunar og lýðfræðilegra breytinga. Á síðasta ári var lokið við að byggja um 1.500 íbúðir á landinu öllu, þar af um 1.200 á höfuðborgarsvæðinu en yfirleitt er talið að ljúka þurfi byggingu 1.800 til 2.000 íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Fjallað var um þetta í Hagsjá Landsbankans á mánudag. Þar er bent á að tölur um fjölda eigna til sölu sýni vel hvernig staðan á markaðnum er nú um stundir. „Frá árinu 2006 hafa aldrei færri eignir verið til sölu en nú. Það er ekki einungis lítil byggingarstarfsemi sem framkallar þessa stöðu. Mikil ásókn leigufélaga inn á hefðbundinn kaup- og sölumarkað og útleiga húsnæðis til ferðamanna hafa líka mikil áhrif,“ segir í Hagsjá.

Þá er bent á að sölutími eigna hafi aldrei verið styttri en nú. Um þessar mundir er meðalsölutími eigna 23 dagar en meðalsölutími síðustu 10 ára var 8,4 mánuðir, eða um 250 dagar. Hraðinn á markaðnum er því meiri en nokkurn tíma áður.

Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins, sem Hagsjá vísar til, eru nú rúmlega 3.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og er gert ráð fyrir að lokið verði við að byggja um 1.500 íbúðir á þessu ári sem ekki er nóg til þess að fullnægja þörfum vegna fólksfjölgunar. „Síðan verður töluverð aukning á árunum 2018–2020 og tvö síðustu árin verður lokið við að byggja u.þ.b. 2.500 íbúðir. Þá fyrst er útlit fyrir að byrjað verði að vinna á uppsafnaðri þörf síðustu ára.“

Loks kemur fram að af öllu þessu virtu séu enn nokkur ár í að jafnvægi náist á milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði. „Það eina sem gæti breytt þeirri stöðu að einhverju ráði væri stórminnkuð útleiga íbúða til ferðamanna, og sú staða er ekki beinlínis í kortunum. Afleiðingar þessa verða m.a. þær að verðhækkanir á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu munu halda áfram. Þar sem þróunin hefur verið svipuð í stærstu bæjum landsins má ætla að staðan verði svipuð þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu