fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
FréttirLeiðari

Gramur borgarstjóri

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 4. apríl 2017 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingsályktunartillaga þingmanna fjögurra flokka um að þjóðin fái að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar veldur greinilega nokkrum pirringi hjá borgarstjóra sem hefur látið hafa eftir sér að verið sé að halda flugvallarmálinu í skotgröfunum. Það er einkennilegt að Dagur B. Eggertsson skuli reka upp ramakvein við hugmyndina um þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægu máli. Fram að þessu hefur hann viljað draga upp mynd af sér sem lýðræðissinna sem virði vilja fólksins. Kvíðafull tilhugsun um að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu kann að vera skýring á afundnum viðbrögðum hans. Allavega er merkilegt að það virðist einu gilda hvað þjóðinni finnst, það er nánast heilagt markmið Dags og félaga hans í borginni að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þegar góð og gild rök eru fyrir því að halda honum þar sem hann er.

Borgarstjóri er argur yfir því að þeir sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni skuli ekki átta sig heldur halda baráttunni áfram og vilja knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hann segir að með þingsályktunartillögunni sé verið að fara með málið afturábak í staðinn fyrir að mynda breiða sátt um nýjan stað. Borgarstjórinn kann að eiga sinn óskastað fyrir nýjan flugvöll en vilji hans er ekki lög. Stór hluti þjóðarinnar vill hafa sinn flugvöll á sama stað og hann hefur verið. Þetta finnst Degi B. Eggertssyni ekki bara verulega leiðinlegt, hann má ekki til þess hugsa.

Í flugvallarmálinu virðist vera sáluhjálparatriði fyrir borgarstjórann að hafa vit fyrir þjóðinni. Þarna er samt einmitt á ferð mál sem vel er til þess fallið að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og þingmennirnir að baki þingsályktuninni benda á þá gegnir flugvöllurinn mikilvægu hlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og opinberar stofnanir, sem og verslun og þjónustu. Allir ættu síðan að átta sig á því hversu mikilvægt er að tryggja sjúkra- og neyðarflug til Reykjavíkur. Flugvöllur í Vatnsmýri uppfyllir öll þessi skilyrði.

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er ekki bara mál Reykvíkinga og ekki heldur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þetta er mál allra landsmanna. Borgarstjóri á ekki að fyllast kvíða við tilhugsunina um að þjóðinni verði leyft að úrskurða í máli sem varðar hag hennar. Það ber að fagna þingsályktunartillögu þingmannanna. Það er sannarlega vit í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér

Hvað ef Rússar sigra í stríðinu í Úkraínu? – Sífellt fleiri sérfræðingar velta þeirri niðurstöðu nú fyrir sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði dóm yfir ungum stórsmyglara