fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fíkniefnaakstur og ofbeldi um helgina

Níu ökumenn grunaðir um fíkniefnaakstur – Tilkynnt um fimm líkamsárásir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. apríl 2017 15:01

Níu ökumenn grunaðir um fíkniefnaakstur - Tilkynnt um fimm líkamsárásir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir þriggja daga helgi, vegna verkalýðsdagsins, og hefur verið talsverður erill hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu til þessa.

Í nótt voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna og færðir til blóðsýnatöku. Þar af var einn, sem ók um á stolinni bifreið, vistaður í fangageymslu.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um líkamsárás á dyravörð í miðborginni. Gerandi var enn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Klukkan hálf fjögur var tilkynnt um þjófnað og líkamsárás. Einn aðili var í kjölfarið fluttur á bráðamóttöku.

Á milli fjögur og hálf sjö var tilkynnt um þrjár aðskildar líkamsárásir. Tveir menn voru handteknir í tengslum við sitthvora árásina og vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga