fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Banaslys við Þjórsá

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 30. apríl 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar kajakræðaranna sem bjargað var úr sjónum við ós Þjórsár í gærkvöldi er látinn. Ekki verður, að svo stöddu, greint frá nafni hans. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Lögreglan hafði áður sent frá sér eftirfarandi skeyti í gær vegna slyssins.

„Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur mönnum úr sjónum við Þjórsárós í kvöld. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning klukkan 21:13 í kvöld um tvo menn í vandræðum á kajökum í briminu við ósinn. Þyrlur Gæslunnar, björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla fóru þegar á staðinn. Þegar björgunarlið kom á vettvang sáust kajakarnir á hvolfi austan við ósinn.

Allan tímann var símasamband við annan manninn og þyrluáhafnirnar sáu til mannanna í briminu mun vestar. Það tókst að hífa annan manninn upp í aðra þyrluna og hinn síðar í hina þyrluna. Flogið var með mennina á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Ekki er vitað um líðan mannanna á þessari stundu. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn þessa slyss og hún er ekki kominn á þann stað að hægt sé að veita upplýsingar um aðdraganda þess.

Ölduhæð var svo mikil að ekki var unnt að koma út björgunarbátum. Það er mat lögreglumanna á staðnum að það hafi skipt sköpum við björgunina að tvær þyrlur hafi komið á staðinn.

Lögreglan þakkar öllum þeim sem komu að björguninni fyrir frábært starf og samstillingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“