fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ríkisútvarpið fær rafbíl

Reynt að selja laskaðan tökubíl sem séð hefur tímana tvenna á uppboði – Nissan Leaf fenginn í staðinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkiskaup reyna nú að selja verulega laskaðan Volkswagen Tiguan-jeppling á uppboði en bifreiðin er í eigu Ríkisútvarpsins og hefur verið notaður í fréttatökur síðastliðin níu ár. Í staðinn hefur RÚV tekið Nissan Leaf-rafmagnsbíl á leigu sem leysa mun jepplinginn af hólmi.

Á dögunum birtist auglýsing á vefnum bilauppboð.is þar sem VW Tiguan-jepplingurinn verður sleginn hæstbjóðanda. Það sem strax vekur athygli er ástandslýsingin á bifreiðinni. Hún er nokkuð ítarleg en þar er að finna athugasemdir sem gerðar voru við ástandsskoðun hennar. Talin eru upp sextán atriði sem bera með sér að bifreiðin hafi séð tímana tvenna í fréttatökum RÚV á umliðnum árum.

Annað stöðuljóskeranna að aftan er brotið, bakkljós óvirkt, stefnuljós á vinstri spegli skemmt, fjarlægðarskynjarar óvirkir, óljóst sé með ástand tímareimar, lakk víða rispað eða skemmt, yfirbyggingin bygluð eða dælduð, stuðari laus eða skemmdur að aftan og framan, farangurshlíf horfin sem og lok á öskubakka og hlera í innréttingu aftan í og hanskahólfið lokast ekki. Hlíf undir gólfi skemmd og framrúðan skemmd. Hæsta boð sem borist hefur þegar þetta er skrifað á fimmtudag eru 380 þúsund krónur, sem nær ekki lágmarksverði sem leitað er eftir á uppboðinu.

DV lék forvitni á að vita hvort RÚV hefði keypt nýjan bíl til að leysa þann gamla og lúna af hólmi. Í skriflegu svari segir Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, fjármála og tæknisviðs RÚV að Nissan Leaf-rafbíll hafi verið fenginn í staðinn. Nissan Leaf er mest seldi rafbíll landsins og nýtur sívaxandi vinsælda.

Rafbíllinn vinsæli selst eins og heitar lummur um þessar mundir enda sífellt fleiri að veðja á þennan framtíðarorkugjafa farartækja.
Nissan Leaf Rafbíllinn vinsæli selst eins og heitar lummur um þessar mundir enda sífellt fleiri að veðja á þennan framtíðarorkugjafa farartækja.

„Rafbíllinn er tekinn á leigu, sem reynist hagstæður kostur að þessu sinni.“ Aðspurð hvort RÚV hyggi á rafbílavæðingu segir Anna Bjarney að frekari endurnýjun bifreiða sé ekki fyrirhuguð.

„En þegar þar að kemur mun sá möguleiki án efa verða skoðaður.“

DV greindi frá því á dögum að upptökutrukkur RÚV, Mercedes Benz, árgerð1986, hefði verið auglýstur til sölu. Samkvæmt upplýsingum DV var það vélsmiðja á Akureyri sem keypti hinn sögufræga upptökubíl sem seldur var 23. mars síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga