fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem í byrjun árs var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að beita barnsmóður sína hrottalegu ofbeldi verður í fangelsi þar til dæmt verður í máli hans fyrir Hæstarétti. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í málinu.

Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir nauðgun, frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til manndráps fyrir árásina sem framin var í júlí í fyrrasumar. Konan missti meðal annars meðvitund í árásinni og hlaut margvíslega áverka.

Þann 31. janúar síðastliðinn var maðurinn dæmdur í átta ára fangelsi en þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 24. júlí í fyrrasumar. Maðurinn áfrýjaði fangelsisdómnum til Hæstaréttar en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar verður maðurinn áfram í haldi, í það minnsta þar til sá dómur hefur verið kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala