Lífeyrissjóðirnir hafa mögulega fjárfest í vopnaframleiðslu

Ekki ljóst hvort fjárfestingar sjóðanna erlendis standist siðferðisleg viðmið

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þeir sjóðir sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa nýtt til fjárfestinga erlendis gæti að siðferðilegum viðmiðum í fjárfestingum sínum.
Mögulega íslensk fjárfesting Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þeir sjóðir sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa nýtt til fjárfestinga erlendis gæti að siðferðilegum viðmiðum í fjárfestingum sínum.
Mynd: Mynd: Reuters

Ekki er hægt að fullyrða íslenskir lífeyrissjóðir hafi ekki fjárfest í starfsemi sem tengist hernaði og vopnaframleiðslu, í fyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð eða í annarri starfsemi sem siðferðislega vafasöm getur talist. Verulegur hluti erlendra eigna sjóðanna er í gegnum svokallaða hlutdeildarsjóði eða vísitölusjóði sem lífeyrissjóðirnir eiga hlutdeildarskírteini í. Erfitt er að fullyrða hvort slíkir sjóðir hafi ekki fjárfest í siðferðilega vafasömum rekstri.

Með afnámi gjaldeyrishafta í mars síðastliðnum fengu lífeyrissjóðir heimild til þess að fjárfesta utan landsteinanna á nýjan leik. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóði sem taka gildi 1. júlí verður lögfest ákvæði um að hver „lífeyrissjóður skal setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum“. Ekki er frekar útskýrt hvað átt er við með siðferðislegum viðmiðum en ráðherra skal þó setja í reglugerð nánari ákvæði um form og efni fjárfestingarstefnu sjóðanna.

Vill svör um eignasafn sjóðanna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, vék að þessari stöðu í fyrirspurnatíma á Alþingi 24. apríl síðastliðinn og beindi hann spurningum sínum til Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Spurði Andrés Ingi hvort breyta þyrfti reglum um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna með tilliti til markmiða um sjálfbærni og loftslagsmarkmið og með tilliti til almennra mannréttinda og réttinda barna. Í umræðum sem á eftir fylgdu kom fram að ráðherra taldi nálgun laganna sem taka eiga gildi í sumar heppilega og að almennt væri gagnsætt í hverju lífeyrissjóðirnir fjárfestu. Andrés Ingi sagðist hins vegar hafa efasemdir um að hægt væri að treysta lífeyrissjóðunum án þess að eftirlit með fjárfestingum þeirra væri til staðar. Í framhaldinu lagði Andrési Ingi síðan fram skriflega fyrirspurn þar sem hann óskaði eftir svörum frá ráðherranum um hversu stór hluti eignasafns lífeyrissjóðanna væri bundinn í starfsemi sem fælist í vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis annars vegar og hins vegar um hvort lífeyrissjóðirnir ættu í fyrirtækjum sem framleiði vopn eða íhluti í vopn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.