fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Thomas eyddi drjúgum tíma í að þrífa rauðu Kia Rio bifreiðina

Umfangsmikil lögreglurannsókn á hvarfi Birnu hófst daginn sem tilkynnt var um hvarf hennar

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir Thomasi Möller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, sýnir að umfangsmikil lögreglurannsókn hófst á hvarfi hennar daginn sem tilkynnt var um hvarf hennar, þann 14. janúar síðastliðinn. Þá vissi lögreglan að manneskju hefði verið ráðinn bani í rauða Kia Rio bílnum þegar Olsen var handtekinn þann 19. janúar.

Þetta kemur meðal annars fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum en Héraðsdómur Reykjaness aflétti trúnaði sem var á úrskurðinum í vikunni.

Blóðugur fatnaður og fingrafar

Niðurstöður DNA rannsókna á blóðinu sem fannst í rauðu Kia Rio bifreiðinni leiddu í ljós að blóðið var úr Birnu. Að auki fundust þekjufrumur úr Birnu og Thomasi á skóreim á skóm sem Birna átti. Skórnir fundust við Hafnarfjarðarhöfn þann 16. janúar. Sjálfboðaliðar fundu skóna. Myndavélar sýndu að Kia Rio bifreiðin hafi verið stödd í námunda við staðinn þar sem þeir fundust þann 14. janúar.

Ökuskírteini Birnu fannst um borð í Polar Nanoq. Fingrafar Thomasar var á því. Þá fannst blóð úr Birnu á úlpu Thomasar. Þá sást glögglega að fatnaður, sem búið var að þvo um borð í togaranum og voru í eigu Thomasar, hafi komist í snertingu við mikið magn blóðs.

Eyddi drjúgum tíma í þrif

Thomas gaf, að mati ákæruvaldsins, ekki trúverðugan framburð um atvik umrædda nótt og morgun. Hann hafi sagt hafa tekið tvær konur upp í bifreið sína í miðbæ Reykja´vikur en skilið við þær við hringtorg nálægt Vallarhverfi í Hafnarfirði um morguninn. Þá gat hann ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvar hann ar á milli klukkan 7 og 11 þennan morgun. Bifreið Thomasar var ekið af hafnarsvæðinu um klukkan 7 og birtist aftur í myndavélum rúmlega 11.

Einnig kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að Thomas hafi eytt drjúgum tíma í að þrífa aftursæti Kia Rio bifreiðarinnar laugardaginn 14. janúar áður en hann skilaði henni. Mestum tíma eyddi hann í að þrífa sætið hægra megin.

„Hafi ákærði sagt að hann hafi verið að þrífa upp ælu en hann hafi ekki orðið var við neitt blóð í bifreiðinni. Sé þessi framburður ákærða í hróplegu ósamræmi við gögn málsins sem þegar hafi verið minnst á.”

Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 19 janúar. Hann gæti átt yfir höfði sér ævilangt fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband