fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Bragi vill breytingar og styður Sigmund: Staða Framsóknarflokksins djöfulleg

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er auðvitað óásættanlegt þegar flokkur, og við erum að horfa á flokk sem er 100 ára gamall, setur met í síðustu kosningum um lélegt fylgi í kosningum og virðist ekki ná vopnum sínum aftur þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.“

Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í Morgunútvarpinu á Rás 2. Bætti hann við að fólk virðist ekki hafa trú né traust á flokknum.

„Þetta er eitthvað sem við höfum séð áður og er alveg djöfullegt því Framsóknarflokkurinn á að vera valkostur fyrir alla.“

Þá deildi Gunnar Bragi ályktun Framsóknarfélags Mosfellsbæjar á Facebook sem einnig segir stöðuna óviðunandi. Mistekist hafi að vinna inn traust kjósenda og úrslit síðustu kosninga hafi verið afhroð fyrir flokkinn þegar 11 þingmenn töpuðust. Í dag sé flokkurinn sá næstminnsti í stjórnarandstöðu. Því sé mikilvægt að forysta Framsóknarflokksins íhugi alvarlega hvort hún sé fær um að leiða flokkinn áfram.

„Eðlileg krafa í ljósi staðreyndanna sem þarna eru taldar upp,“ segir Gunnar Bragi sem ræddi málin eins og áður segir í Morgunútvarpinu. Sagði hann mikla óánægju enn krauma í flokknum eftir að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var komið úr formannsstólnum síðasta haust:

„Það var farið í ákveðna vegferð á síðasta flokksþingi, þar sem að þeir sem fyrir henni stóðu töldu að flokkurinn myndi uppskera vel, en við sáum nú ágætlega hvernig það gekk allt saman. [ … ] Það er fyrst og fremst það sem margir eru ósáttir við og það er nú bara þannig að innan flokksins er töluverð óánægja.“

Bætti Gunnar Bragi við að það þyrfti að skipta um forystu í flokknum. Aðspurður hvort hann myndi styðja Sigmund Davíð ef hann myndi bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sagði Gunnar Bragi.

„Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð það er alveg ljóst, en ég held að það sem við þurfum að sjá hins vegar er bara hvort núverandi forysta ætlar sér að sitja áfram að óbreyttu og ef að það er, þá einfaldlega förum við í gegnum þennan miðstjórnarfund og ræðum málin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“