fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alvarlegt slys sviðsett í Hvalfjarðargöngunum

Göngin verða lokuð næstu þrjár nætur vegna viðhaldsvinnu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil almannavarnaæfing var í Hvalfjarðargöngum í gærkvöld og fram eftir nóttu eftir að þeim var lokað fyrir umferð klukkan 22. Að æfingu lokinni hófst árleg vorhreingerning, Göngin verða lokuð líka næstu þrjár nætur vegna viðhaldsvinnu af öllu tagi.

Fólk var klippt út úr bílflökum

Sviðsett var alvarlegt slys þar sem þrír bílar áttu að hafa skollið saman og átta eða níu manns slasast illa. Lögreglu-, slökkvi- og björgunarlið dreif að af Vesturlandi og úr Reykjavík eftir stórútkall Neyðarlínunnar og þyrla frá Landhelgisgæslunni tók þátt í æfingunni.

Fólk var klippt út úr bílflökunum og það flutt áleiðis á sjúkrahús á Akranesi eða í Reykjavík, sumir voru sendir suður í þyrlunni.

Í síðari hluta æfingar var kveikt í stafla af vörubrettum í flutningsgámi til að kanna hvernig reykur myndaðist við brunann og hvernig hann myndi hegða sér á leið suður úr göngunum. Reykurinn fór með loftinu í fyrstu en lækkaði fljótlega flugið, dreifði sér og myndaði þéttan „tappa“ sem þokaðist suður göngin. Í honum var ekki unnt að sjá handa sinna skil og því ófært fyrir björgunarlið niður í göngin að sunnanverðu.

Samskipti æfð

Allan tímann voru æfð samskipti og fjarskipti þátttakenda, sem eðli máls samkvæmt eiga að vera skýr, einföld og greið en geta verið snúin. Enda mynda margir hópar beggja vegna Hvalfjarðar sameiginlegt björgunarlið í göngunum ef eitthvað bjátar þar á.

Æfingin hófst með samkomu á slökkvistöðinni á Akranesi kl. 19 þar sem farið var yfir helstu þætti almannavarnaáætlunar Hvalfjarðarganga og fjallað líka um hættur í veggöngum yfirleitt.

Samkomunni lauk með „skrifborðsæfingu“ þar sem stjórnendur fóru yfir væntanlega æfingu undir Hvalfirði og ræddu hana lið fyrir lið til að fá sem mest út úr verklega hlutanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás