fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Nýtt bóluefni gegn bólum væntanlegt

Prófanir á lyfinu hafa gefið góða raun

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er fyrsta bóluefnið sem er búið til í fegrunarskyni,“segir Eric Huang sem kveðst vera einstaklega góður í að búa til bóluefni. Hann er nú komin vel á veg með bóluefni sem gæti í framtíðinni verið notað gegn bólum (acne). Eric, sem er prófessor í húðsjúkdómafræðum, segir í samtali við Guardian að hann hafi áður unnið að gerð bóluefnis gegn miltisbrandi.

Bóluefni á næstu árum

Eric sem hefur undanfarin 6 ár einbeitt sér alfarið að rannsóknum á Propionibacterium, sem eru bakteríurnar sem orsaka bólur. Hann telur að afraksturinn geti mögulega orðið að bóluefni á næstu árum.

Þá kveðst Eric sjá stóran markað fyrir bóluefni af þessu tagi þar sem gríðarlegur fjöldi fólks glímir þetta hvimleiða vandamál. Prófanir hafa enn sem komið er aðeins farið fram á músum og litlum húðögnum. Vonir standa til að hægt verði að prófa bóluefnið á fólki á næstu tveimur árum.

Algengur húðkvilli

Bólur eru mjög algengur húðkvilli, sem nær allir unglingar eru móttækilegir fyrir. Orsökin er bólga í fitukirtlunum sem umlykja hársekki líkamshára í andliti og á efri hluta líkamans. Bólur eru algengastar og ná hámarki sínu um 17-19 ára aldurinn, eftir þann aldur minnka þær jafnt og þétt hjá flestum og hverfa yfirleitt um 25 ára aldurinn. Þó geta viðkvæmir einstaklingar glímt við vandann fram til fertugs.

Auk þess fá konur oft bólur fyrir tíðir og á meðgöngu. Bólumyndun getur einnig átt sér stað við mikinn kulda, hita eða mengun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu