fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hildur þurfti að svelta sig til að geta gefið börnum sínum mat: „Mín reynsla af fátækt er ljót“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má ekkert klikka. Það má ekkert óvænt koma inn,“ segir Hildur Oddsdóttir, einstæð móðir á höfuðborgarsvæðinu og ein af þeim sem glímir við fátækt. Lýsir hún reynslu sinni af fátækt sem „ljótri og leiðinlegri.“ Í meðfylgjandi myndskeiði lýsir hún því meðal annars hvernig hún hefur þurft að grípa til þess ráðs að svelta sig til að geta séð börnum sínum fyrir mat.

„Ef það kemur óvæntur reikningur, hvað á maður að gera,“ segir hún og tekur nýlegt dæmi þar sem óvænt útgjöld gerðu það að verkum að hún átti ekki fyrir nauðsynjavörum handa sér og börnum sínum.

„Það gerðist bara núna fyrir nokkrum dögum að ég fékk óvæntan rafmagsnreikning, gamlan sem ég hélt að ég væri búin að borga. Ég fékk ekki neinn frest á þetta, það var bara annað hvort að borga eða að loka rafmagninu,“ segir Hildur sem sá sig að lokum knúna til að láta síðustu aurana renna í að borga reikninginn.

„Þetta var síðasti peningurinn sem átti að vera fyrir mat. Þetta voru síðustu dagarinar fyrir mánaðamót. En ég átti pínu til í ískápnum sem að dugði þessa fjóra daga fyrir börnin. Ég borðaði ekki neitt.“

Aleigan dugði fyrir pakka af myntum

Sanna Magdalena Mörtudóttir er 24 ára Reykvíkingur sem einnig þekkir fátækt af eigin raun eftir að hafa alist upp hjá einstæðri móður. Sanna segir móður sína hafa unnið í tveimur vinnum til að geta séð þeim farborða en þrátt fyrir það voru litlir peningar á heimilinu og örbyrgðin mikil. Oft kom fyrir að mæðgurnar þurftu að safna saman öllum smápeningum sem þær fundu til að geta keypt sér mat.

Sanna Magdalena Mörtudóttir. Ljósmynd/Facebooksíða 1.maí Ísland.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. Ljósmynd/Facebooksíða 1.maí Ísland.

„Maður man eftir því að vera að leita að klinki, telja klink og leita bara allstaðar að klinki til að geta keypt einhvern mat,“ segir Sanna og rifjar upp atvik þar sem mæðgurnar áttu aðeins örfáar krónur.

„Einu sinni vorum við mamma búnar að telja allan peninginn sem við áttum og við áttum bara 29 krónur. Við vorum búnar að leita í öllum vösum, öllum frökkum og snúa öllum púðum við. Það eina sem við gátum keypt þegar við komum í búðina var rúlla af Polo myntum sem við skiptum á milli okkar,“ segir Sanna alvarleg í bragði en það er augljóst að það tekur á tilfinningar hennar að rifja þetta upp.

„Þannig að stundum á maður bara 29 krónur og þó að maður sé svangur þá getur maður ekkert keypt meira en rúllu af myntum.“

Hún bendir jafnframt á að hennar saga er langt frá því að vera einsdæmi og segir tímabært að samfélagið opni augun gagnvart vandanum.

„Fátækt er staðreynd á Íslandi og það eru alltof margir sem eru ekki meðvitaðir um það.“

ASÍ, BSRB, BHM og KÍ standa að 1. maí hátíðarhöldum og kröfugöngu í Reykjavík auk þess sem hátíðarhöld munu fara fram 28 sveitarfélögum víða um land. Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu 1.maí Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi