fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Grunaður um að berja konuna sína

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var ökumaður stöðvaður í Kópavogi. Bifreiðin sem hann ók hafði verið tilkynnt stolin. Auk þess að vera grunaður um að hafa stolið bifreiðinni er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, að hafa ekið sviptur ökuréttindum (ítrekað brot hjá honum) og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu. Pressan greinir frá.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður á Miklubraut vegna of hraðs aksturs. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða örvandi/deyfandi efna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna.

Skömmu eftir miðnætti var maður handtekinn í austurhluta Reykjavíkur en hann er grunaður um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum í nótt var ungt par handtekið á lokuðu athafnasvæði fyrirtækis við Skútuvog. Tilkynnt hafði verið um grunsamlegar mannaferðir inni á svæðinu. Parið var búið að setja hluti í töskur þegar lögreglan kom á vettvang. Parið var vistað í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot/þjófnað úr frístundaheimili í Safamýri. Þaðan var stolið flatskjá, tölvu og fleiru.

Tveir ökumenn voru handteknir um kvöldmatarleytið í gær. Annar er grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Hinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna auk brota á lyfja- og vopnalögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu