fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

70 fluttir úr landi í mars

60 til viðbótar yfirgáfu landið sjálfviljugir

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

85 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári. Fjöldi umsókna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var samanlagt 223 eða rúmlega 60% meiri en á sama tíma á síðasta ári (137).

Mikil fjöldi umsókna

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Þar segir einnig að það sem af er aprílmánuði hafa um 40 einstaklingar sótt um vernd og er heildarfjöldi umsókna á fyrstu 15 vikum ársins því kominn yfir 260. Áframhaldandi fjölgun umsókna það sem af er ári, samanborið við árið 2016, bendir til þess að heildarfjöldi umsókna um alþjóðlega vernd verði meiri í ár en í fyrra.

Umsækjendur í mars voru af 18 þjóðernum en flestir komu frá Albaníu (26) og Makedóníu (14), nánari upplýsingar um þjóðerni umsækjenda eru á tölfræðisíðu vefsins. 54% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 76% umsækjenda voru karlkyns og 24% kvenkyns. 74% umsækjenda voru fullorðnir og 26% yngri en 18 ára. Tveir umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.

70 einstaklingar fluttir úr landi

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 70 einstaklinga úr landi í mars. 60 einstaklingar til viðbótar yfirgáfu landið sjálfviljugir, þar af 43 með stuðningi Útlendingastofnunar og 8 með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM).

Þá hefur afgreiðsla á forgangsmálum lengst. Þá má skýra af þeim mikla fjölda umsókna um alþjóðlega vernd sem barst síðustu fjóra mánuðina í fyrra. Þá sóttu 748 um vernd en þar af voru 548 frá Albaníu og Makedóníu. Þetta leiddi síðan til þess að afgreiðslutími hefðbundinnar efnismeðferðar og málsmeðferðar á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar lengdist einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum