fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

„Við getum staðið okkur betur“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra neytendamála segir Íslendinga gera auknar kröfur

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 22. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ætli ég sé ekki bara heldur hefðbundinn neytandi. Ég skoða hvað hlutirnir kosta, allt sem ég kaupi, hvort sem það er matur eða önnur vara,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra neytendamála, í viðtali í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins.

Þar situr Þórdís fyrir svörum um neytendamál og segir meðal annars frá því hvernig neytandi hún er sjálf. „Ég vil vita um uppruna vöru, m.a. þess vegna kaupi ég íslenska matvöru þegar ég hef kost á því. Okkur vantar oft upplýsingar um uppruna matar og aðstæður hjá þeim sem búa til vöru til dæmis. Ég myndi líklega versla með öðrum hætti ef ég hefði betri upplýsingar um þetta,“ segir hún.

Þegar hún er spurð hvernig henni finnist íslenskir neytendur standa sig, til dæmis í samanburði við hin Norðurlöndin, segir hún að alltaf megi gera betur. „Við getum staðið okkur betur en það hefur samt átt sér stað breyting á undanförnum misserum þar sem fólk er farið að gera meiri kröfur til t.d. merkinga á vörum. Upplýstir neytendur eru öflugri neytendur. Á Norðurlöndunum eru samtök neytenda mjög virk en ég vil leggja mitt af mörkum til að efla samtök neytenda hér á Íslandi, m.a. með því að fela þeim fleiri verkefni í umboði stjórnvalda.“

Þá kemur fram í viðtalinu að Þórdís stefni að því að flytja á Alþingi skýrslu um stöðu neytendamála á vorþingi. Þar verða þau verkefni sem unnið er að og eru í bígerð kynnt. Þórdís segir að þetta verði í fyrsta skipti sem ráðherra neytendamála flytji Alþingi skýrslu um neytendamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt