fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hótelgestir kvörtuðu undan hávaða: Þeim var svarað með því að sýna afturendann

Gestirnir frá hóteldvöl sína endurgreidda

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelgestir á Valaskjálf á Egilsstöðum fóru fram á skaðabætur eftir nætursvefn þeirra var truflaður um páskahelgina. Þetta kemur fram í Austurfrétt. Eigandinn Þráinn Lárusson hefur áhyggjur af því að atvik sem þessi geti skapað illt umtal sem valdi gríðarlegu tjóni.

Í Valaskjálf er rekið hótel, skemmtistaður og menningarhús. Þrátt fyrir að hávaði frá skemmtistaðnum og menningarhúsinu geti truflað hótelgesti segir Þráinn að hingað til hafi samstarfið gengið vel.

Atvikið, sem varð til þess að gestirnir fóru fram á skaðabætur, átti sér stað að aðfaranótt páskadags. Hótelgestir vöknuðu við læti í fólki sem var að koma af skemmtistaðnum. Þegar gestirnir reyndu að biðja um svefnfrið var þeim svarað með dónaskap og fólkið grýtti snjóboltum í hótelið og girti niðrum sig. Gestirnir munu fá dvöl sína endurgreidda auk skaðabóta.

Þráinn segir að verið sé að undirbúa kæru vegna málsins. Hann segir að svona lagað verði ekki oft látið koma fyrir. Þá ljúki einfaldlega tilrauninni með skemmtistaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“