Svaf ölvunarsvefni í bílastæði fyrir framan lögreglustöðina í Keflavík

Viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum

Ökumaður sem lagt hafði í bifreiðastæði við lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöld reyndist sofa ölvunarsvefni undir stýri þegar lögreglumenn ætluðu að taka hann tali.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þá segir að ökumaðurinn hafi viðurkennt að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Hann var færður inn á lögreglustöðina þar sem tekin var af honum skýrsla. Var ökumaðurinn síðan látinn sofa úr sér. Maðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini og í bifreið hans fannst tveggja lítra flaska með meintum landa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.