Segir flokk Erdogans á skilorði

Guðlaugur Þór lítur þróun mála í Tyrklandi alvarlegum augum – Beitir sér hvar sem hægt er

Erdogan, forseti Tyrklands, hefur vikið til hliðar borgarlegum réttindum, múlbundið fjölmiðla og fangelsað tugþúsundir. Flokkur hans, AKP, er í flokkasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Utanríkisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Tyrklandi og að AKP sé á skilorði innan flokkasamstarfsins.
Færist í átt að einræði Erdogan, forseti Tyrklands, hefur vikið til hliðar borgarlegum réttindum, múlbundið fjölmiðla og fangelsað tugþúsundir. Flokkur hans, AKP, er í flokkasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Utanríkisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Tyrklandi og að AKP sé á skilorði innan flokkasamstarfsins.
Mynd: Reuters

Með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi síðastliðinn sunnudag hafa áhyggjur af stöðu lýðræðis- og mannréttindamála þar í landi enn aukist, og var fólk þó ekki áhyggjulaust fyrir. Í atkvæðagreiðslunni samþykkti naumur meirihluti þjóðarinnar, 51,3 prósent kjósenda, breytingar á stjórnarskrá landsins sem færa Recep Tayyip Erdogan forseta verulega aukin völd. Raunveruleg hætta er talin á að það forsetaræði sem nú mun taka við í Tyrklandi geti orðið að raunverulegu einræði, meðal annars hefur Feneyjanefndin varað við því.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.