Konur á stolnum bíl plötuðu lögreglumenn í Kópavogi

Fundust skömmu síðar í Breiðholti

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Um klukkan hálf eitt í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur konum við Kópavogskirkju sem sátu í bifreið við kirkjuna. Grunur lék á að þær væru að nota fíkniefni en svo reyndist ekki. Þær sögðust þó ekki vera með lykla að bifreiðinni. Lögreglumenn reyndu að hringja í skráðan eiganda en ekki náðist í hann.

Skömmu eftir að lögreglumenn kvöddu konurnar barst lögreglu tilkynning um að bíllinn, sem þær höfðu verið í, væri stolinn.

Lögreglumenn höfðu fljólega upp á konunum aftur. Þá voru þær staddar í Breiðholti. Þær voru handteknar, grunaðar um að hafa stolið bifreiðinni. Konurnar voru vistaðar í fangageymslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.