Fréttir

Sat fyrir lögreglumönnunum með AK-47 og hóf skothríð

Byssumaðurinn sagður hafa viðrað þá skoðun sína að hann langaði að drepa lögreglumenn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 21:40

Lögreglumaður var skotinn til bana í miðborg Parísar í kvöld og tveir til viðbótar særðust alvarlega þegar byssumaður hóf skothríð. Atvikið átti sér stað við Champs Elysees, skammt frá staðnum þar sem kappræður vegna forsetakjörsins í Frakklandi fóru fram.

Franska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að lögregla hafi vitað hver hinn grunaði væri vegna öfgafullra skoðana hans. Um hafi verið að ræða hryðjuverkaárás. Undir þetta tók Francois Hollande Frakklandsforseti í orðsendingu til frönsku þjóðarinnar í kvöld.

Byssumaðurinn var skotinn til bana af lögreglu.

Talið er að maðurinn hafi setið fyrir lögreglumönnunum og haft það eina markmið að skjóta þá til bana. Hann er sagður hafa verið vopnaður AK-47 hríðskotabyssu. Lögregluþjónninn sem var skotinn var í kyrrstæðri lögreglubifreið á rauðu ljósi þegar maðurinn kom aðvífandi.

Lögregla ruddist til inngöngu á heimili mannsins í kvöld og stendur þar húsleit yfir. Að því er BFM-sjónvarpsstöðin greindi frá í kvöld hafði maðurinn viðrað þá skoðun sína á samfélagsmiðlum að hann „langaði að drepa lögreglumenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“
Fréttir
í gær

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
í gær

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
í gær

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“
Fréttir
í gær

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“
Fréttir
í gær

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“