Fréttir

Óeirðir í Venesúela: þrír létust í mótmælum

Almenningur þrystir á ríkisstjórn forsetans að efna strax til kosninga

Ritstjórn DV skrifar
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 11:00

Óeirðir í Venesúela: þrír létust í mótmælum

Að minnta kosti 3 létu lífið í Venuzuela í nótt, þegar almenningur mótmælti ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro, að því er BBC greinir frá.

Tugir þúsunda mótmælanda gengu fylktu liði um um götur þar í landi til að krefjast nýrra kosninga. Þá gagnrýndu þeir núverandi ríkissjórn fyrir að hafa fangelsað andstæðinga sína. Almenningur er bálreiður yfir þessu og vill þá lausa.

Ungmenni var skotið til bana í höfuðborg Venesúela, Caracas, og ein kona í San Cristobal í nálægð við kólumbísku landamærin. Suður af Caracas var einn vörður líka skotinn til bana.

Áframhaldandi mótmæli í bígerð

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
Henrique Capriles, hefur lýst því að fjöldamótmælum verði haldið áfram í dag [fimmtudag].

Þrátt fyrir að Venesúela hafi að geyma stærstu olíulindir sem vitað er um í heiminum fer ástand þar hríðversnandi einkum vegna fallandi olíuverðs. Í landinu ríkir kreppa, glæpatíðni hækkar ört og skortur er á nauðsynjavörum

Lýðveldisdagur númer tvö

Mótmælin sem hafa átt sér stað víðsvegar um landið eru þær stærstu í langan tíma. Talið er að með þeim sé sett talsverð pressa á Nicolas Maduro, sem þrysti á hann að reyna að semja við stjórnarandstöðuna.

Samstaða og þátttaka í mótmælunum er svo mikil að stjórnarandstöðumenn hafa lýst mótmælunum sem öðrum lýðveldisdegi þjóðarinnar.

Kosningar verða í lok árs 2018 samkvæmt áætlun, en ástandið er sem fyrr segir afar slæmt. Almenningur vonast því til þess að efnt verði til kosninga sem fyrst samkomulagi komið á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórn Maduro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af