fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hefja siglingar milli Akraness og Reykjavíkur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnt er að því að byrja ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur seinni hluta maímánaðar. Sæferðir ehf. stefna að þessu en gert er ráð fyrir að siglingin taki 25 mínútur hvora leið.

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag.

Um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða og er gert ráð fyrir þremur ferðum á milli á hverjum virkum degi. Mun fólk, sem til dæmis er búsett á Akranesi en í vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu, geta nýtt sér siglingarnar.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að fyrirtækið hafi tekið á leigu hraðskreiða tvíbytnu sem getur komist á milli á 20 til 30 mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala