fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Dularfullur dauðdagi dómara: Eiginmaðurinn biður um aðstoð

Sheila Abdus-Salaam var fyrsti íslamski kvendómari Bandaríkjanna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginmaður Sheilu Abdus-Salaam, fyrsta íslamska kvendómara Bandaríkjanna, hefur biðlað til fólks að stíga fram búi það yfir upplýsingum um dauða Sheilu.

Eins og DV greindi frá þann 13. apríl fannst Sheila látin í Hudson-ánni skammt frá heimili sínu í Harlem í New York að kvöldi 12. apríl.

Lögregla telur að Sheila hafi svipt sig lífi en því hafnar Gregory Jacobs, eiginmaður hennar. Sheila var 65 ára og mikill frumkvöðull í bandaríska dómskerfinu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að dæma við efsta dómstig í einu af ríkjum Bandaríkjanna, en það gerðist árið 1994.

Árið 2013 settist hún svo í áfrýjunardómstól New York-ríkis og varð þar með fyrsta svarta konan til að gegna dómaraembætti í áfrýjunardómstól í einu ríkja Bandaríkjanna.

Engir áverkar fundust á líki Sheilu og þó að lögregla hafi látið hafa eftir sér að um grunsamlegan dauðdaga væri að ræða benti ekkert til þess að henni hafi verið unninn skaði. Dánarorsök hefur ekki verið gefin út.

Gregory sendi frá sér yfirlýsingu sem New York Post birti í dag þar sem fram kemur að Sheila hafi verið í andlegu jafnvægi áður en hún lést. New York Times hafði þó eftir einstaklingum sem þekktu vel til hennar að hún hafi verið undir miklu vinnuálagi.

Í yfirlýsingunni biðlaði Gregory til þerra sem hugsanlega hefðu upplýsingar um hvað kom fyrir að hafa samband við lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“