fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta er liturinn sem hverfur úr vaxlitakössum Crayola

Kom fyrst til sögunnar fyrir 24 árum

Kristín Clausen
Sunnudaginn 2. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert iðin/n við að lita fífla þá ættir þú að birgja þig upp af litnum fífla-gulur. Crayola tilkynnti í gær að framleiðslu á fífla-gulum vaxlit verður hætt og Crayola litasamsetningu vaxlitakassans sem inniheldur 24 liti verður breytt.

Upphaflega stóð til að tilkynnt yrði um hvaða litur yrði látinn fjúka á föstudaginn, sem er alþjóðlegi litadagurinn, en eftir að mynd af litakassa í bandarísku verslunarkeðjunni Target fór á flug á Twitter í gær gaf Crayola frá sér snemmbúna yfirlýsingu þar sem segir að fífla-gulur sé ekki lengur lengur hluti af litafjölskyldunni.

Fífla-gulur kom fyrst til sögunnar fyrir 27 árum. Hann var settur í 24 lita kassann fyrir 18 árum en verður líkt og áður segir skipt út á næstunni. Litlir sem hafa áður verið látnir fjúka eru Blizzard blár, Magic Mint, Mulberry og Teal Blue.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala